7. október 2010

Að hætta slæmum ávana..

Frá og með núna verður það regla á mínu heimili að vaska upp jafn óðum. Alveg hundleiðinlegt að vaska upp þegar mikið hefur safnast upp. Jafnframt ætla ég að fara að setja hreinu fötin mín beint inn í skápa en ekki láta þau bíða eftir að ég noti þau í bunkum eða á þurrkgrindinni. Gangi mér vel!!
Og já ég ætla líka að fara að njóta augnabliksins og reyna að hætta að velta mér upp úr áhyggjum gærdagsins og framtíðinni, temja mér það viðhorf að þetta reddist! Gangi mér líka vel með það ;)

"A positive attitude may not solve all your problems, but it will annoy enough people to make it worth the effort." - Herm Albright

1 ummæli:

  1. Gaman að sjá að þú sérst farin að blogga aftur, ég er mjög ánægð með það :) Ég er í nákvæmlega sömu stöðu og þú, á fullt af slæmum ávönum. Ég er alltaf að fara að taka mig í gegn og hætta þessum ósiðum, en þar sem ég óttalega löt við að framkvæma þessar hugsanir mínar þá duga áætlanir mínar um betra líf aðeins í örfáa daga, vona að þér takist betur upp með þínar breytingar :)
    Kv. Svana

    SvaraEyða