5. október 2010

Að fullorðnast

Það að fullorðnast er bara stórfurðulegt. Vinir manns hrúga niður börnum, gifta sig, skíra börnin sín og það stærsta í því að verða fullorðin er að taka ábyrgð á sjálfum sér. Taka ábyrgð á því að borga reikininga, eiga mat til að borða, þvo fötin sín, hafa hreint í kringum sig, sinna vinnu, skóla og öðrum almennum skyldum. 
Mér finnst ég ekkert vera komin á þennan aldur, Mig langar ennþá að geta verið veik og kallað á mömmu eða pabba til að hjúkra mér, fá fötin mín samanbrotin inn í skáp og ég tala nú ekki um að mega bara leika mér án samviskubits um allt hitt sem ég ætti nú frekar að vera að gera.
Það er samt líka lúmskt gaman að verða fullorðin, það er svo gaman að sjá vinkonur sínar verða mömmur, mæta í skírnir og brúðkaup. Og þvílíkur plús að geta skilað barninu vel dekruðu til baka þegar maður er orðin þreyttur á allri þessari ábyrgð ;)
Þannig að þangað til það kemur að því að ég gifti mig, eignast barn og skíri það þá ætla ég að venjast því að taka ábyrgð á sjálfri mér fyrst, hljómar það ekki bara nokkuð gáfulegt? Og jú að sjálfsögðu að spilla öllum þessu yndislegu börnum sem eru að fæðast í kringum mig þessa dagana :)

1 ummæli:

  1. Mikið tek ég undir hvað það er skrýtið að verða stór og allt í einu eru allir farnir að unga út afkvæmum .. finnst alveg nóg að bera ábyrgð á mér!

    Annars er gaman að þú skulir akkúrat byrja að blogga núna, mig er búið að langa svo svaðalega til að byrja aftur á því, kannski geri ég það bara!

    SvaraEyða