11. október 2010

Ég er ógeðslega fegin..

...að vera ekki skosk og tala ekki skosku..því þetta eru ógeðsleg orð!
Annars er Airwaves að skella á og þvílíkur unaður! Ég get ekki beðið! :)
Þetta er svona eiginlega bara það sem ég hef fram að færa í dag ;)

7. október 2010

Að hætta slæmum ávana..

Frá og með núna verður það regla á mínu heimili að vaska upp jafn óðum. Alveg hundleiðinlegt að vaska upp þegar mikið hefur safnast upp. Jafnframt ætla ég að fara að setja hreinu fötin mín beint inn í skápa en ekki láta þau bíða eftir að ég noti þau í bunkum eða á þurrkgrindinni. Gangi mér vel!!
Og já ég ætla líka að fara að njóta augnabliksins og reyna að hætta að velta mér upp úr áhyggjum gærdagsins og framtíðinni, temja mér það viðhorf að þetta reddist! Gangi mér líka vel með það ;)

"A positive attitude may not solve all your problems, but it will annoy enough people to make it worth the effort." - Herm Albright

5. október 2010

Að fullorðnast

Það að fullorðnast er bara stórfurðulegt. Vinir manns hrúga niður börnum, gifta sig, skíra börnin sín og það stærsta í því að verða fullorðin er að taka ábyrgð á sjálfum sér. Taka ábyrgð á því að borga reikininga, eiga mat til að borða, þvo fötin sín, hafa hreint í kringum sig, sinna vinnu, skóla og öðrum almennum skyldum. 
Mér finnst ég ekkert vera komin á þennan aldur, Mig langar ennþá að geta verið veik og kallað á mömmu eða pabba til að hjúkra mér, fá fötin mín samanbrotin inn í skáp og ég tala nú ekki um að mega bara leika mér án samviskubits um allt hitt sem ég ætti nú frekar að vera að gera.
Það er samt líka lúmskt gaman að verða fullorðin, það er svo gaman að sjá vinkonur sínar verða mömmur, mæta í skírnir og brúðkaup. Og þvílíkur plús að geta skilað barninu vel dekruðu til baka þegar maður er orðin þreyttur á allri þessari ábyrgð ;)
Þannig að þangað til það kemur að því að ég gifti mig, eignast barn og skíri það þá ætla ég að venjast því að taka ábyrgð á sjálfri mér fyrst, hljómar það ekki bara nokkuð gáfulegt? Og jú að sjálfsögðu að spilla öllum þessu yndislegu börnum sem eru að fæðast í kringum mig þessa dagana :)

29. júní 2010

Sumarfrí, soðinn fiskur og sellerí

"You have no control over what the other guy does. You only have control over what you do" - A.J.Kitt

Það er svo mikið vit í þessu. Maður getur endalaust pirrað sig yfir því hvað hinir og þessir í kringum mann eru að gera og segja en við höfum nákvæmlega ekkert vald yfir þeim. Við höfum einungis vald yfir því sem við gerum og þá einmitt hvernig við bregðumst við öðru fólki. Undanfarna daga og vikur hef ég þurft að minna mig ansi oft á akkúrat þetta. Ég er voðalega fljót í að detta í að dæma aðra þegar mér lýður ekki alveg nógu vel með sjálfa mig og það gerir mér svo alls ekki gott. Ég vil ekki meina að ég geri þetta út af því að ég tel mig vera yfir aðra hafna, ég hef bara notað þetta sem einhvers konar survival mechanism. Ég hef alltaf verið ótrúlega háð því að fá viðurkenningu frá öðrum, og þegar ég fæ hana ekki frá öðrum leita ég að hann svona. Ég er hins vegar búin að setja mér það sem markmið að hætta þessu og fara að viðurkenna sjálfa mig fyrir eitthvað sem ég geri sjálf, ekki af því að einhver annar er svo asnalegur.
Sumarfríð mitt er næstum því búið. Fer að vinna aftur 7.júlí en mikið var yndislegt að fá sumarfrí. Ég gerði engin kraftaverk, fékk bara að slappa af og njóta þess að gera ekkert í fyrsta skipti frá því að ég byrjaði að vinna með skóla. Skrapp norður í Mývatnssveit í nokkra daga, eyddi um það bil einum og hálfum degi í Húsafelli og svo er aldrei að vita nema að þessi vika beri einhver skrautleg ævintýri í skauti sér.
Ég tók mér frí frá skólanum á vorönninni en byrja loksins á öðru ári í táknmálinu í haust. Verð nú bara að viðurkenna að ég er bara farin að hlakka til. Verður gott að geta gleymt sér í lærdómi og ritgerðum :)