29. júní 2010

Sumarfrí, soðinn fiskur og sellerí

"You have no control over what the other guy does. You only have control over what you do" - A.J.Kitt

Það er svo mikið vit í þessu. Maður getur endalaust pirrað sig yfir því hvað hinir og þessir í kringum mann eru að gera og segja en við höfum nákvæmlega ekkert vald yfir þeim. Við höfum einungis vald yfir því sem við gerum og þá einmitt hvernig við bregðumst við öðru fólki. Undanfarna daga og vikur hef ég þurft að minna mig ansi oft á akkúrat þetta. Ég er voðalega fljót í að detta í að dæma aðra þegar mér lýður ekki alveg nógu vel með sjálfa mig og það gerir mér svo alls ekki gott. Ég vil ekki meina að ég geri þetta út af því að ég tel mig vera yfir aðra hafna, ég hef bara notað þetta sem einhvers konar survival mechanism. Ég hef alltaf verið ótrúlega háð því að fá viðurkenningu frá öðrum, og þegar ég fæ hana ekki frá öðrum leita ég að hann svona. Ég er hins vegar búin að setja mér það sem markmið að hætta þessu og fara að viðurkenna sjálfa mig fyrir eitthvað sem ég geri sjálf, ekki af því að einhver annar er svo asnalegur.
Sumarfríð mitt er næstum því búið. Fer að vinna aftur 7.júlí en mikið var yndislegt að fá sumarfrí. Ég gerði engin kraftaverk, fékk bara að slappa af og njóta þess að gera ekkert í fyrsta skipti frá því að ég byrjaði að vinna með skóla. Skrapp norður í Mývatnssveit í nokkra daga, eyddi um það bil einum og hálfum degi í Húsafelli og svo er aldrei að vita nema að þessi vika beri einhver skrautleg ævintýri í skauti sér.
Ég tók mér frí frá skólanum á vorönninni en byrja loksins á öðru ári í táknmálinu í haust. Verð nú bara að viðurkenna að ég er bara farin að hlakka til. Verður gott að geta gleymt sér í lærdómi og ritgerðum :)